Atvinnuleysi í Finnlandi jókst í 8,2% í október en það mældist 7,3% í september,að sögn finnsku hagstofunnar. Að teknu tilliti til árstíðabundinna sveiflna mældist atvinnuleysið í október 8,7% en var 8,4% í september.
Atvinnuleysi í hópi Finna á aldrinum 15-24 ára jókst í 19,6% í október en var 16,5% í september. Búist er við auknu atvinnuleysi þrátt fyrir að heldur hafi létt á fjármálakreppunni undanfarið. Ástæðan er eftirhreytur fjármálaöngþveitisins í heiminum undanfarna mánuði.