Gagnkynhneigt par berst fyrir réttindum sínum

MICK TSIKAS

Gagnkynhneigt breskt par sem hafnar hjónabandinu, en vill staðfesta ást sína með borgaralegri athöfn, berst nú fyrir því að fá að staðfesta samvist sína. Embættismaður á þjóðskránni tjáði þeim að þau gætu ekki gengið í staðfesta samvist þar sem þau eru ekki samkynhneigð.

Tom Freeman og Katherine Doyle, sem bæði eru 25 ára gömul, fengu enga þjónustu hjá skrifstofunni, í Islington í norðurhluta London. Nú segjast þau ætla að fara með málið fyrir dómstóla, til að berjast fyrir réttindum sínum.

„Við viljum staðfesta samband okkar opinberlega, í anda fullkomins jafnréttis og laust við neikvæðan merkingarblæ sem hjónabandið hefur,” segir Freeman. ,,Ef við getum ekki fengið borgaralega athöfn munum við ekki giftast,” segir hann.

Talsmaður hins opinbera segir hins vegar að lögin séu skýr, og borgaraleg sambúð, eða staðfest samvist, sé aðeins ætluð fyrir par af sama kyni. Stofnunin verði að fylgja lögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert