Vissu að Saddam ætti líklega ekki nothæf efnavopn

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, á meðan á réttarhöldum yfir …
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, á meðan á réttarhöldum yfir honum stóð. Hann var síðar dæmdur til dauða og tekinn af lífi. HO

Bretar fengu upplýsingar um það nokkrum dögum fyrir innrásina í Írak árið 2003, að Saddam Hussein hefði getu til þess að beita efnavopnum.

Greint er frá þessu á fréttavef BBC.

William Ehrman, embættismaður hjá utanríkisráðuneyti Bretlands hefur tjáð rannsóknarnefnd sem er að vinna skýrslu um Íraksstríðið, að upplýsingarnar hefðu verið á þá leið að efnavopnin hefði verið ,,tekin í sundur”. Einnig að Írakar hefðu ekki yfir sprengjuoddum að ráða, sem gætu dreift eiturefnum í hernaðarskyni.

Ehrman varði hins vegar innrásina í Íraks í yfirheyrslu hjá nefndinni, en hann var yfirmaður varnar- og upplýsingamála 2002 til 2004. Hann sagði að vægi leynilegra upplýsinga í þeirri ákvörðun að lýsa yfir stríði hafi verið „takmarkað”. Hann sagði jafnframt að það hefði komið á óvart að aldrei hefðu fundist nein gereyðingarvopn í Írak.

Í dag var annar dagurinn sem rannsóknarnefndin framkvæmir opinberar yfirheyrslur og er nefndin nú sérstaklega að skoða hernaðargetu Íraks fyrir innrás og áhrif hennar á þá ákvörðun að ráðast inn í landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert