Írska kirkjan hylmdi yfir kynferðisglæpi

Kaþólska kirkj­an á Írlandi þagði í fjóra ára­tugi um víðtæk­ar ásak­an­ir, sem komu fram á hend­ur prest­um um kyn­ferðis­glæpi gegn börn­um. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu, sem birt var í Dublin í dag.

Dermot Ahern, dóms­málaráðherra Írlands, sagði að í skýrsl­unni væri skráður fjöldi ill­virkja, sem fram­inn hefði verið þar sem kirkj­an taldi sig vera að þjóna betri málstað en vel­ferð barn­anna.

Í skýrsl­unni seg­ir, að fjór­ir erki­bisk­up­ar, sem um­hugað var um að koma í veg fyr­ir hneyksli, hafi haldið vernd­ar­hendi yfir kyn­ferðisaf­brota­mönn­um. Þess vegna hafi hundruð glæpa gegn varn­ar­laus­um börn­um á síðari hluta síðustu ald­ar, ekki verið kærð þótt kirkj­an hafi haft vitn­eskju um fram­ferði presta. Einnig hafi lög­regla á Írlandi nán­ast litið svo á, að presta­stétt­in væri haf­in yfir lög og rétt.

Það var fyrst árið 1995 sem þáver­andi Des­mond Conn­ell, þáver­andi kardí­náli, af­henti lög­reglu skýrsl­ur um af­brot presta.  

Í skýrsl­unni kem­ur fram, að einn prest­ur hafi viður­kennt að hafa misþyrmt yfir 100 börn­um kyn­ferðis­lega. Ann­ar viður­kenndi að hann hefði brotið gegn börn­um að minnsta kosti hálfs­mánaðarlega á 25 ára prest­ferli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert