Ísrael takmarkar landnemabyggðir

00:00
00:00

Ísra­el hef­ur ákveðið að tak­marka upp­bygg­ingu land­nem­a­byggða næstu tíu mánuði í þeirri von að geta tekið aft­ur upp friðarviðræður við Palestínu­menn. Land­nem­a­byggðirn­ar hafa verið einn helsti þrösk­uld­ur­inn í vegi friðarviðræðnanna.

Benjam­in Net­anya­hu for­sæt­is­ráðherra sagði að upp­bygg­ingu í land­nem­a­byggðunum yrði tak­mörkuð í tíu mánuði til að liðka fyr­ir friðarviðræðunum.

„Rík­is­stjórn Ísra­els hef­ur stigið mjög stórt skref til friðar í dag,“ sagði Net­hanya­hu. „Ég vona að Palestínu­menn og Ar­ab­aheim­ur­inn grípi þetta tæki­færi til að vinna með okk­ur að því að móta nýtt upp­haf og nýja framtíð fyr­ir fólkið okk­ar, börn­in okk­ar og þeirra börn.“

Banda­ríkja­menn fögnuðu þessu frum­kvæði Ísra­els. Ákvörðunin nær ekki til bygg­inga sem þegar eru hafn­ar. Einnig er svæði á Vest­ur­bakk­an­um við Jerúsalem und­anþegið ákvörðun­inni. 

Geor­ge Mitchell, sér­leg­ur sendi­full­trúi Banda­ríkj­anna í Mið-Aust­ur­lönd­um, sagði að þótt stöðvun fram­kvæmda sé ekki al­gjör þá líti Banda­ríkja­menn svo á að með ákvörðun for­sæt­is­ráðherr­ans sé stigið mik­il­vægt skref og geti haft mik­il áhrif.

Þetta sé í fyrsta sinn sem ísra­elsk stjórn­völd hætti að gefa út bygg­ing­ar­leyfi og stöðvi all­ar ný­bygg­ing­ar og tengd­ar fram­kvæmd­ir í land­nem­a­byggðum Vest­ur­bakk­ans.  Þetta sé já­kvæð þróun.

Talsmaður Mahmoud Abbas, for­seta Palestínu, sagði að al­gjör stöðvun land­náms­ins, sér­stak­lega í Jerúsalem, væri for­senda þess að aft­ur yrði sest að samn­inga­borðinu.  

Mu­stafa Bargout­hi, þingmaður á palestínska þing­inu, sagði að yf­ir­lýs­ing Net­hanya­hu væri ein­hver mesti blekk­inga­leik­ur í sögu hans. Hann tali um frest­un eða fryst­ingu fram­kvæmda. 

Stjórn­mála­skýrend­ur sögðu að með því að leggja fram form­lega áætl­un von­ist Net­anya­hu til að Banda­ríkja­menn auki þrýst­ing á Palestínu­menn að setj­ast skil­yrðis­laust að samn­inga­borðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert