Þjóðverjar hófu í dag niðurtalningu til jóla með opnun hinna árlegu jólamarkaða og virðast þeir algjörlega ónæmir fyrir efnahagsástandinu. Ljósadýrðin og kaupgleðin er við völd á torgum þar sem Þjóðverjar og ferðamenn í bland njóta þess að gleyma sér í jólatilhlökkuninni.