Danskur bílaþjófur fann barn í aftursætinu

Dönsk­um bílþjóf brá held­ur bet­ur í brún eft­ir að hann stal bíl í Glostrup fyr­ir fram­an nefið á eig­end­un­um. Í aft­ur­sæti bíls­ins reynd­ist nefni­lega vera sex daga gam­all hvít­voðung­ur. Maður­inn iðraðist svo að hann ók aðeins stutt­an spöl og skildi bíl­inn eft­ir á gatna­mót­um nærri miðbæ Glostrup.

Barnið var enn í bíln­um þegar hann fannst, sakaði ekki og var komið til for­eldra sinna, að sögn lög­reglu­stjór­ans Bri­ans Lar­sen. „For­eldr­arn­ir voru að flytja vör­ur úr tveim­ur bíl­um ásamt ann­arri fjöl­skyldu og þegar þau sneru sér við í ör­stutta stund ákvað þjóf­ur­inn að stela öðrum bíln­um,” hef­ur Af­ten­posten eft­ir Lar­sen.

For­eldr­arn­ir reyndu að veita þjófn­um eft­ir­för en gáf­ust fljót­lega upp. Það gerði bílþjóf­ur­inn einnig, en aðeins eft­ir að hann upp­götvaði að í bíln­um leynd­ist barn. „Bíln­um var í raun bjargað um leið og það rann upp fyr­ir þjófn­um að hann hefði óvænt­an farþega í aft­ur­sæt­inu,” seg­ir Lar­sen.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert