39 létust í lestarslysi

Lögreglan rannsakar slysstaðinn, en grunur leikur á að skemmdarverk hafi …
Lögreglan rannsakar slysstaðinn, en grunur leikur á að skemmdarverk hafi verið framið. DENIS SINYAKOV

Að minnsta kosti 39 létust þegar rússnesk lest fór út af sporinu á milli Moskvu og Pétursborgar. Um 100 manns slösuðust. Um 660 manns voru í lestinni. Grunur leikur á að rekja megi orsakir slyssins til skemmdarverks.

Fjórir lestarvagnar fóru út af sporinu. Ljóst þykir að lítill gígur var á slysstaðnum sem ýtt hefur undir vangaveltur um að teinarnir hafi verið sprengdir í loft upp. Árið 2007 voru lestarteinar skemmdir með sprengingu á þessari sömu leið. Þá slösuðust um 30 manns.

Haft er eftir vitnum á slysstað að þau hafi heyrt háan hvell skömmu áður en vagnarnir fóru út af sporinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert