Frakkar yfir innri markaði ESB og fjármálaþjónustu

Michel Barnier.
Michel Barnier. AP

Frakk­ar hafa fengið í sinn hlut fram­kvæmda­stjóra mál­efna innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) og fjár­málaþjón­ustu með ný­skip­an fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Af því eru Bret­ar lítt hrifn­ir, sér­stak­lega bresk­ir íhalds­menn.

Starfið, sem Michel Barnier fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra í stjórn Nicolas Sar­kozy hreppti, er meðal lyki­lembætta í æðstu stjórn ESB.  

Barnier mun hafa á sinni könnu mál­efni og eft­ir­lit með fjár­málaþjón­ustu í Evr­ópu en kjarni henn­ar fer fram í fjár­mála­hverfi Lund­úna.

Bresk­ir íhalds­menn hafa lýst andúð sinni á niður­stöðunni og sakað Gor­don Brown for­sæt­is­ráðherra um eft­ir­gjöf gegn Frökk­um og Þjóðverj­um.

Breska rík­is­út­varpið BBC hef­ur eft­ir Timot­hy Kirk­hope, leiðtoga breskra íhalds­manna á Evr­ópuþing­inu, að niðurstaðan sé áhyggju­efni. Með henni sé hin engilsax­neska rödd horf­in úr efna­hags­sveit fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Hún sé og áhyggju­efni vegna ný­legra laga frá fram­kvæmda­stjórn­inni sem ætlað er að þrengja um­svif á sviði efna­hags- og fjár­mála.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert