Hundrað milljarða kostnaður til að þóknast ESB

Króatar vonast eftir því að fá inngöngu í ESB árið …
Króatar vonast eftir því að fá inngöngu í ESB árið 2011. Reuters

Króatar gera ráð fyrir því að greiða um 550 milljón evrur, eða eitt hundrað milljarða króna, til að fullnægja stöðlum Evrópusambandsins svo það fái inngöngu. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 273 milljón evra kostnaði og 277 milljón evra árið 2011.

Meðal kostnaðarliða eru 32 milljón evrur til að aðlaga landamæraeftirlit Schengen-samstarfinu. Forsætisráðherra landsins, Jadranka Kosor, greindi frá þessu í dag. Ráðherrann sundurliðaði þó ekki fleiri kostnaðarliði.

Króatar vonast til að fá inngöngu í ESB árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert