Hvítlaukur nýjasta gullæðið í Kína

Hvítlaukssölmaður á markaði í Peking.
Hvítlaukssölmaður á markaði í Peking. Reuters

Fast­eigna­brask er ekki leng­ur væn­leg­asta leiðin til hagnaðar í Kína, held­ur hvít­lauks­brask. Hvít­lauk­ur þykir nú þyngd­ar sinn­ar virði í gulli og rúm­lega það eft­ir að út spurðist að neysla hans komi í veg fyr­ir svínaflensu­smit. Í kjöl­farið hef­ur verðið á hvít­lauk rokið upp í Alþýðulýðveld­inu og hafa fjár­fest­ar byrjað að kaupa upp hvít­lauks­byrgðir og selja á upp­sprengdu verði.

Talið er að á sum­um markaðssvæðum hafi verðlagið á hvít­lauk allt að því fjöru­tíufald­ast síðan orðróm­ur­inn kvisaðist út. Sér­fræðing­ur hjá banda­ríska fjár­fest­inga­bank­an­um Morg­an Stanley seg­ir í viðtalið við Washingt­on Post að hvít­lauks­brask­ar­ar geti orðið millj­óna­mær­ing­ar á skömm­um tíma miðað við ástandið.

„Það sem þú þarft er vöru­hús, reiðufé og nokkr­ir vöru­bíl­ar. Með því að færa hvít­lauk úr einu vöru­húsið í annað og pumpa upp verðið get­urðu grætt millj­ón­ir doll­ara.”  Sem dæmi um trölla­trú Kín­verja á lækn­inga­mætti hvít­lauks má nefna að skóla­stjórn gagn­fræðaskóla í Hangzhou hef­ur keypt um 200 kg af hvít­lauk og skammt­ar nem­end­um sín­um hann í hverju há­deg­is­hléi.

Hvít­lauk­sæðið þykir minna nokkuð á túlí­pana­ból­una í Hollandi á 17. öld, sem tal­in er fyrsta skrá­setta efna­hags­ból­an. Árið 1637 urðu þúsund­ir fjár­festa gjaldþrota þegar verðið á túlí­pön­um féll eft­ir mikla upp­sveiflu sem marg­ir virt­ust trúa að myndi halda áfram að ei­lífu. 

Kín­verj­ar fram­leiða þre­falt meira magn af hvít­lauk en öll önn­ur lönd til sam­ans, en í kjöl­far krepp­unn­ar var minna af útsæði plantað í fyrra þar sem hvít­lauks­bænd­ur óttuðust að eft­ir­spurn myndi minnka og verð lækka. Útsjón­ar­sam­ir spá­kaup­menn græddu því stór­fé á því að kaupa upp alla upp­sker­una áður en hún varð fullþroska.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert