Lestarslysið rannsakað sem hryðjuverk

Rússneskir björgunarmenn unnu að því í alla nótt að losa fórnarlömb lestarslyssins í Rússlandi úr braki lestarinnar, sem fór út af teinununm kl. 21:30 að staðartíma í gærkvöldi. Tala látinna fer vaxandi og a.m.k. 100 eru slasaðir.

Slysið er nú rannsakað sem hryðjuverk en staðfest hefur verið að teinarnir voru sprengdir í sundur. Sprengjubrot hafa fundist nærri slysstaðnum.

Yfirmaður rússnesku ríkislestanna vill ekki geta sér til um tilefni árásarinnar. Alls var 661 farþegi um borð í lestinni sem fór af teinunum um 320 km frá Moskvu. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Rússlandi í áraraðir og hefur vakið ótta um að frekari árásir verði gerðar.

Fyrir tveimur og hálfu ári síðar var árás gerð á sömu lestarteina sem leiddi til þess að 30 manns særðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert