Talið er að a.m.k. 100 manns hafi farist í miklum flóðum í Saudi Arabíu. Margra er saknað og er allt eins búist við að fleiri eigi eftir að finnast dánir. Verst er ástandið í borginni Jeddah við Rauðahafið.
Yfirvöld í borginni eru að dreifa matvælum og útvega húsaskjól fyrir íbúa. Gagnrýni hefur verið beint að yfirvöldum vegna ástandsins, en sumir telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Lögfræðingur hefur hótað að fara í mál við yfirvöld og þúsundir manna hafa sett fram gagnrýni á framgöngu stjórnvalda á Facebook.
Gríðarleg rigning hefur verið í austurhluta Saudi Arabíu í vikunni. Verst er ástandi í Jeddah, en einnig hefur fólk látist í Rabigh og Mekka. Fjöldi pílagríma er á leið til borgarinnar Mekka, en tafir hafa orðið á flutningi fólks þangað vegna veðursins.