Árásarmanna leitað logandi ljósi í Rússlandi

Lögregla stendur vakt um brak lestarinnar
Lögregla stendur vakt um brak lestarinnar DENIS SINYAKOV

Lögreglan í Rússlandi hefur nú alla anga úti í leit að sökudólgunum að baki árásinni sem varð 25 manns að bana í farþegalest. Ættingjar fórnarlambanna voru í dag kallaðir til að bera kennsl á líkin. Enn er óljóst hvers vegna ráðist var á lestina, sem er vinsæl meðal ríkra Rússa og erlendra ferðamanna.

Enginn hefur enn lýst ódæðinu á hendur sér. Árás sem gerð var á sömu lest árið 2007 hefur ekki enn verið upplýst en talið hefur verið að téténskir aðskilnaðarsinnar eða öfgaþjóðernissinar beri ábyrgð á henni.

Árásin nú er sögð hafa verið gerð með heimagerðri sprengju sem nam sprengikrafti 7 kílóa af TNT. Innanríkisráðherra Rússa sagði í dag að allt útlit væri fyrir að nokkrir aðilar stæðu að baki árásinni og hefur lýsing á einum grunaðra verið send út.

Staðfes hefur verið að 25 létust í árásinni og yfir 100 særðust. 6 er enn saknað og hefur verið staðfest að þeir farþegar séu hvorki í hópi slasaðra á sjúkrahúsa né hinn látu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka