Pachauri ver loftslagsfræðinga

Rajendra Pachauri flytur erindi á fundi í Reykjavík.
Rajendra Pachauri flytur erindi á fundi í Reykjavík. Kristinn Ingvarsson

Yf­ir­maður Lofts­lags­nefnd­ar SÞ, IPCC, Ind­verj­inn Raj­endra Pachauri, seg­ir að í raun sé úti­lokað að fá­ein­ir vís­inda­menn geti brenglað af ásettu ráði þá vís­inda­legu ráðgjöf sem nefnd­in veit­ir aðild­ar­ríkj­um SÞ.  Strangt eft­ir­lit sé haft með því að ekki læðist inn slíkt efni.

 Ný­lega var lekið á vef­inn tölvu­skeyt­um og öðrum gögn­um vís­inda­manna við CRU, lofts­lags­stofn­un há­skól­ans í Aust­ur-Angliu í Bretlandi, sem hef­ur unnið mikið af rann­sókn­um af hitafari fyr­ir IPCC. Fram kem­ur að þeir hafi stund­um breytt gögn­um til að þau pössuðu bet­ur við kenn­ing­arn­ar um gróður­húsa­áhrif af manna­völd­um og beitt sér af al­efli gegn þeim koll­eg­um sín­um í heim­in­um sem ef­ast um kenn­ing­una.

 Pachauri ger­ir lítið úr mál­inu, að sögn Guar­di­an, og seg­ir að um oftúlk­un sé að ræða hjá þeim sem full­yrða að málið hafa grafið und­an IPCC. Hann er einnig and­víg­ur því að yf­ir­maður CRU, Phil Jo­nes, seg­ir af sér vegna máls­ins.

,,'Eg held að menn ættu að vera mjög var­kár­ir ...á þess­um tím­um get­ur  allt sem þeir skrifa, jafn­vel bara fyr­ir sig orðið op­in­bert og að skrifa eitt­hvað niður er óvar­kárni." Ástæðulaust væri samt að láta hefja rann­sókn á um­rædd­um tölvu­skeyt­um og efni þeirra.

 Hann lagði hins veg­ar áhersluu á að sá sem hefði lekið efn­inu á vef­inn eða brot­ist inn í tölvu­kerfi CRU yrði lát­inn svara til saka þar sem um glæp væri að ræða. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert