Kanada stefnir að því að viðurkenna með hraði sérfræðiþekkingu innflytjenda til að stemma stigu við vaxandi skorti á hæfum starfsmönnum. Yfirvöld í Kanada tilkynntu þetta í dag. Fjölmargir innflytjendur í landinu neyðast nú til að vinna störf sem eru alls óskyld þeirra sérfræðiþekking á sama tíma og atvinnurekendur eiga í mestu vandræðum með að fylla störf sem innflytjendur gætu sinnt en vantar viðurkennd réttindi til þess.
Hingað til hafa innflytjendur jafnvel þurft að bíða árum saman áður en reynsla þeirra og menntun fæst metin sambærileg við kanadíska staðla. “Við viljum að nýbúar geti notað kunnáttu sína og fengið vinnu sem hæfir þeim. Það er gott fyrir þá og það er gott fyrir efnahag landsins,” sagði innflytjendaráðherra Kanda, Jason Kenney í dag.
Samkvæmt nýju reglunum mun aðflutt fólk á vinnumarkaði sem sækja um að fá réttindi á ákveðnum sviðum fá ráðgjöf og mat á því innan eins árs hvort reynsla þeirra og menntun sé fullnægjndi. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir líka að matið eigi að vera sanngjarnt, gagnsætt og samræmt.
Aðfluttir arkitektar, verkfræðingar, bókarar, lyfjafræðingar, sjúkraþjálfar og hjúkrunarfræðingar verða þeir hópar sem fá hraðasta afgreiðslu, fyrir lok árs 2010. Tveimur árum síðar er stefnt að því að búið verði að tannlæknar, læknar og kennarar hafi fengið svör.
“Með því að laða til okkar og halda hjá okkur besta hæfileikafólkinu alls staðar að, til að leysa úr úverandi og verðandi vandamálum á vinnumarkaði, munum við tryggja langvarandi efnahagslega velgengni í Kanada,” sagði mannauðsráðherrann Diane Finley í dag.
Sex af hverjum 10 innflytjendum í Kanada fá ekki vinnu á sínu sérsviði og 42% þeirra eru of hæfir fyrir þá stöðu sem þeir gegna.