Bænaturnabann grefur undan öryggi Svisslendinga

Micheline Calmy-Rey og Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands.
Micheline Calmy-Rey og Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands. Reuters

Utanríkisráðherra Sviss sagði í dag, að sú niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss um helgina að banna byggingu fleiri bænaturna múslima í landinu, græfi undan öryggi Svisslendinga.

„Við höfum áhyggjur af þessari niðurstöðu, sagði  Micheline Calmy-Rey, utanríkisráðherra Sviss á fundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í dag.

„Allt það, sem hefur áhrif á samspil mismunandi menningar og trúarbragða er ógn við öryggi okkar," sagði hún.  

Calmy-Rey sagði, að hætta væri á keðjuverkun og aðgerðir af þessu tagi gætu ýtt undir öfga. Hún viðurkenndi, að niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni setti trúariðkun múslima í landinu skorður. Hins vegar gætu múslimar áfram reist moskur í Sviss þótt bænaturnarnir væru nú bannaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert