Brotnaði niður í réttarsal

Lestarteinarnir sem liggja til Sobibor þar sem áður voru útrýmingarbúðir …
Lestarteinarnir sem liggja til Sobibor þar sem áður voru útrýmingarbúðir nasista.

Hol­lensk­ur eft­ir­lif­andi Helfar­ar­inn­ar brotnaði í dag niður í rétt­ar­sal í München þegar hann lýsti því fyr­ir viðstödd­um hvernig móðir hans var flutt í gas­klef­ana í Sobi­bor út­rým­ing­ar­búðunum, þar sem John Demj­anjuk er sakaður um að hafa verið vörður.

Rud­olf Salmo Cort­is­sos, sem er 70 ára gam­all, hélt bréfi frá móður sinni á lofti í rétt­ar­höld­un­um í dag, en bréf­inu kastaði hún út úr lest­inni sem flutta hana í dauðann. “Þetta er það eina sem ég á eft­ir,” lýsti Cort­is­sos yfir þegar hann var leidd­ur grát­andi úr rétt­ar­saln­um.

Í béf­inu, sem skrifað er ör­fá­um klukku­stund­um áður en móðir Cort­is­sos var flutt í Sobi­bor búðirn­ar, stend­ur: “Það er mánu­dags­kvöld og við erum til­bú­in að fara um borð í lest­ina. Ég lofa þér því að ég verð hörð af mér og ég mun lifa þetta af.”

“Það er ekk­ert sem hægt er að gera. Svona verður þetta að vera,” skrifaði móðir hans og endaði bréfið á áminn­ingu til hans um að gleyma aldrei af­mæl­is­dög­um fjöl­skyldumeðlima og loks sem aldrei varð að veru­leika: “Ég von­ast til að sjá ykk­ur öll fljótt aft­ur”.

Þrem­ur dög­um síðar hafði móðir  Cort­is­sos verið tek­in af lífi. Fjöldi vitna og eft­ir­lif­anda sögðu sína sögu fyr­ir rétt­in­um í dag, en sem fyrr lá hin 89 ára gamli Demj­anjuk á sjúkra­bör­um, nán­ast al­gjör­lega hreyf­ing­ar­laus.

Við upp­haf rétt­ar­hald­anna í dag las dóm­ar­inn upp nokk­ur nöfn af lista þeirra 27.900 Gyðinga og annarra, margra frá Hollandi, sem dóu á þeim tíma sem Demj­anjuk er sagður hafa verið fanga­vörður í búðunum.

Ann­ar eft­ir­lif­andi, hinn 78 ára gamli Dav­id van Hui­den, sem missti alla fjöl­skyld­una sína í búðunum, sagði fyr­ir rétt­in­um: “Ég hélt, þegar stríðið var búið, að fjöl­skylda mín myndi koma aft­ur. Það sagði eng­inn við mig að lest­ar­ferðin yrði bara aðra leiðina.” Van Hui­den full­yrti við fjöl­miðla að Demj­anjuk ýkti heilsu­far­svand­ræði sín til að kom­ast und­an.  Marg­ir eft­ir­lif­end­ur Helfar­ar­inn­ar hafa reiðst vegna hegðunar Demj­anjuk við rétt­ar­höld­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert