Hervæðing sjávarspendýra

Gennady Matishov, forstjóra Sjávardýrarannsóknarsetursins í Múrmansk, þjálfar í dag tíu …
Gennady Matishov, forstjóra Sjávardýrarannsóknarsetursins í Múrmansk, þjálfar í dag tíu seli í hernaðarlegum tilgangi. Árni Sæberg

Rússneskur vísindamaður, sem vinnur við að þjálfa seli til notkunar í leiðöngrum á vegum hersins, kvartar undan því í blaðaviðtaki að Rússar séu að heltast úr lestinni í kapphlaupinu við Bandaríkjamenn um hervæðingu sjávarspendýra.

„Við myndum svo sannarlega vilja að dýrin okkar gætu í framtíðinni unnið líkt og sæljónin bandarísku,“ er haft eftir Gennady Matishov, forstjóra Sjávardýrarannsóknarsetursins í Múrmansk í norðurhluta Rússlands, í viðtali við dagblaðið Izvestia.

„Bandaríkjamenn varpa dýrum sínum út úr þyrlum niður í haf á yfirráðasvæði óvina sinna og síðan geta dýrin komið fyrir sprengjum, tekið upp myndbönd af því sem þeir verða vitni að á strönd óvinarins eða notað sérstök mælitæki til þess að mæla geislun,“ bætti hann við.

Fram kemur í viðtalinu að Matishov vinni við að þjálfa tíu seli í því að staðsetja sprengjur, safna upp hlutum af sjávarbotni og aðstoða kafara með því að færa þeim verkfæri.

Það sem meira er, selirnir geta greint rússneska kafara frá útlendum köfurum og „snúið niður“ eða jafnvel drepið óvin ríkisins.

Að sögn Matishov er hann einn fárra vísindamanna sem enn vinna á þessu sviði síðan Sovétríkin liðuðust í sundur. Vísindarannsóknir hans á hegðun sjávarspendýra eru fjármagnaðar af rússnesku vísindaakademíunni, auk þess sem rússneski herinn leggur honum til fé.

„Herinn hefur verið afar ánægður með framfarir okkar,“ segir Matishov í viðtali sínu við Izvestia, en tekur fram að hann geti auðvitað ekki farið út úr smáatriði þar sem um hernaðarlega mikilvægar upplýsingar sé að ræða.

Á tímum Sovétríkjanna voru höfrungar þjálfaðir til þess að gæta herstöð sjóliðsins í Sevastopol í Svarta hafinu, en herstöðin heyrir nú undir Úkraínu. Að sögn Matishov  var höfrungunum einnig kennt að drepa óvini með því að notast við spjót sem fest voru við sérstaka vöðva á dýrunum.

„Ef höfrungarnir urðu varir við óboðna gesti létu þeir menn í landi strax vita af því í gegnum fjarskiptabúnað og ef þeir fengu fyrirskipun þess efnis þá drápu þeir hina óboðnu gesti,“ segir Matishov og tekur fram að höfrungarnir hafi einnig verið þjálfaðir í því að finna tundurskeyti og sprengjur og einnig hafi þeim verið varpað út úr þyrlum. Þjálfunarbúðunum í Sevastopol hafi hins vegar verið lokað þegar Sovétríkin hrundu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert