Lissabonsáttmálinn tekur gildi

Gildistöku Lissabon-sáttmálans verður fagnað við athöfn í Lissabon í dag.
Gildistöku Lissabon-sáttmálans verður fagnað við athöfn í Lissabon í dag. reuters

Lissa­bon­sátt­mál­inn, nokk­urs kon­ar stjórn­ar­skrá Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), öðlast gildi í dag, næst­um átta árum eft­ir að byrjað var að skrifa hann.   

Sátt­mál­an­um er ætlað að móta ákv­arðana­töku skil­virk­ari far­veg og auka áhrif ESB í alþjóðamál­um. Hann kveður á um ný embætti for­seta sam­bands­ins og ut­an­rík­is­ráðherra.

Hátíðahöld verða af þessu til­efni í höfuðborg Portú­gals í dag þar sem ESB-leiðtog­ar munu flytja ræður.

Sátt­mál­inn er sagður hafa í för með sér breyt­ing­ar á því hvernig ákv­arðana­töku beri að á vett­vangi ESB. Stuðnings­menn sam­bands­ins segja hann munu gera ESB lýðræðis­legri og skil­virk­ari.

And­stæðing­ar sam­bands­ins halda því hins veg­ar fram, að sátta­mál­inn feli í sér of mikið framsal á for­ræði í ein­stök­um mál­um til Brus­sel.


Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Frá höfuðstöðvum ESB í Brus­sel. reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert