Lissabonsáttmálinn tekur gildi

Gildistöku Lissabon-sáttmálans verður fagnað við athöfn í Lissabon í dag.
Gildistöku Lissabon-sáttmálans verður fagnað við athöfn í Lissabon í dag. reuters

Lissabonsáttmálinn, nokkurs konar stjórnarskrá Evrópusambandsins (ESB), öðlast gildi í dag, næstum átta árum eftir að byrjað var að skrifa hann.   

Sáttmálanum er ætlað að móta ákvarðanatöku skilvirkari farveg og auka áhrif ESB í alþjóðamálum. Hann kveður á um ný embætti forseta sambandsins og utanríkisráðherra.

Hátíðahöld verða af þessu tilefni í höfuðborg Portúgals í dag þar sem ESB-leiðtogar munu flytja ræður.

Sáttmálinn er sagður hafa í för með sér breytingar á því hvernig ákvarðanatöku beri að á vettvangi ESB. Stuðningsmenn sambandsins segja hann munu gera ESB lýðræðislegri og skilvirkari.

Andstæðingar sambandsins halda því hins vegar fram, að sáttamálinn feli í sér of mikið framsal á forræði í einstökum málum til Brussel.


Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Frá höfuðstöðvum ESB í Brussel. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka