Portúgal lánar AGS 1,06 milljarða

Evrur.
Evrur. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skrifað undir samkomulagvið Portúgal um að landið lánið sjóðnum allt að 1,06 milljarða evra til að styrkja lánasjóðinn í efnahagskreppunni. Í tilkynningu frá AGS segir að samkomulagið við Banco de Portugal sé hluti af skuldbindingu sem Evrópusambandið tók á sig í mars 2009 um að leggja til allt að 75 milljarða evra til að styðja lánagetu sjóðsins.

Í september skuldbatt ESB sig til að lána 50 milljarða evra tl viðbótar. Þá hétu 20 stærstu iðnþjóðir heims þess í apríl að þrefalda sjóði AGS svo þær næðu 750 milljörðum dollara til að bregðast við heimskreppunni.

Portúgal er sjöunda ESB-landið sem skrifar undir samkomulag um lán til AGS sem hluta af þessu samkomulagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert