Tárvot mótmæli HIV sjúkra í Kína

Ættingjar HIV-sýktra Kínverja hafa staðið fyrir mótmælum í Peking á alþjóðlega Alnæmisdeginum í dag, en þau halda því fram að ástvinir þeirra hafi sýkst af veirunni í gegnum lyf sem þeim voru gefin til að lækna dreyrasýki.

“Hann keypti lyfið frá viðurkenndri lyfjastofnun í Shanghai og fékk HIV. Nú er eins gott fyrir okkur að deyja eins og að lifa áfram. Við höfum misst fjölskylduna okkar og heimili. Konan hans skildi við hann og skildi barnið eftir. Ég veit ekki hvernig við getum komist af,” segir móðir alnæmissjúks manns.

Mótmælendurnir útdeildu mótmælapésum áður en lögreglan vísaði þeim á burt. Fyrirtækið sem framleiddi lyfið hefur ekki svarað ásökununum, en mannúðarsamtök í Kína segja að vitað hafi verið að eitthvað væri að lyfjunum en ekkert aðhafst og haldið áfram sölu þess.

Talið er að allt að 200 dreyrasjúkir Kínverjar hafi sýkst af HIV vegna lyfjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert