Hvetur múslima til að tæma bankareikninga í Sviss

Mevlana moskan í Rotterdam.
Mevlana moskan í Rotterdam. Reuters

Tyrk­nesk­ur ráðherra seg­ist bú­ast við því að mús­lím­ar muni taka út all­ar bankainni­stæður sín­ar í sviss­nesk­um bönk­um í mót­mæla­skyni við ný­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu þar í landi sem bann­ar bygg­ingu fleiri bænaturna múslima í Sviss.

„Ég er sann­færður um að þess­ar kosn­ing­ar muni hvetja bræður okk­ar frá mús­límsk­um lönd­um, sem eiga inni­stæður í sviss­nesk­um bönk­um og hafa fjár­fest þar í landi, til að end­ur­skoða þá ákvörðun sína,“ seg­ir Egemen Bag­is, for­sæt­is­ráðherra Tyrk­land, sem jafn­framt er aðal­samn­ingamaður Tyrkja í aðild­ar­viðræðum lands­ins við Evr­ópu­sam­bandið. Um­mæl­in voru eft­ir hon­um höfð í dag­blaðinu Hurriyet sem hef­ur mikla út­breiðslu í Tyrklandi. Bætti hann við að tyrk­nesk­ir bank­ar stæðu eigna­fólki ávallt opn­ir.

Daniel Cohn-Bendit, vara­for­seti Græn­ingja á Evr­ópuráðsþing­inu, hef­ur einnig beint því til efnaðra múslima að þeir taka allt fé sitt út af banka­reikn­ing­um í Sviss.

Tyrk­nesk­ir leiðtog­ar hafa harðlega gagn­rýnt niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar og segja hana birt­ing­ar­mynd vax­andi for­dóma Evr­ópu­búa í garð Íslams. Þeir hafa hvatt sviss­nesk stjórn­völd til þess að „leiðrétta mis­tök­in hið fyrsta“.

Alls 57% Sviss­lend­inga samþykktu bannið við bygg­ingu fleiri bænaturna í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í síðustu viku, þrátt fyr­ir and­stöðu bæði rík­is­stjórn­ar lands­ins sem og fjöl­margra stjórn­mála­manna við slíku banni. Það var Sviss­neski þjóðarflokk­ur­inn (SVP), stærsta stjórn­mála­fylk­ing lands­ins, sem lagði hana fram en SVP er hægri­flokk­ur. Hægri­flokk­ar víðs veg­ar um Evr­ópu hafa hins veg­ar fagnað bann­inu og kalla nú eft­ir sam­bæri­legri þjóðar­at­kvæðagreiðslu í sín­um lönd­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert