Morðingi á hjóli ekinn niður

Þýskir lögreglumenn skoða reiðhjólið sem morðinginn var á þegar hann …
Þýskir lögreglumenn skoða reiðhjólið sem morðinginn var á þegar hann var handtekinn. AP

Þýska lög­regl­an hand­tók einn eft­ir­lýst­asta glæpa­mann lands­ins í gær í kjöl­far víðtækr­ar leit­ar sem stóð yfir í fimm daga. Morðing­inn Peter Paul Michalski, sem flúði fang­elsi, var að hjóla á sveita­vegi við landa­mæri Hol­lands þegar lög­reglu­menn óku hann niður.

Michalski, sem er 46 ára gam­all, féll af hjól­inu gafst upp án nokk­urr­ar mót­spyrnu, en lög­reglu­menn­irn­ir sem óku á hann voru í ómerktri lög­reglu­bif­reið.

Michalski var að afplána lífstíðardóm í ör­ygg­is­fang­elsi í Aachen þegar hon­um tókst að flýja í síðustu viku. Hann var vopnaður skamm­byssu.

Und­an­farna fimm daga hafa þung­vopnaðir sér­sveit­ar­menn fram­kvæmt fjöl­marg­ar hús­leit­ir í Norður-Rín Vest­fal­íu. Þeir náðu fé­laga Michalski, sem tókst einnig að flýja fang­elsið, sl. sunnu­dag.

Það kann ef­laust að koma mörg­um spánskt fyr­ir sjón­ir en föng­un­um tókst að flýja með því að smíða annað ein­tak af lykli sem þeir komust yfir. Lyk­ill­inn var svo notaður til að opna nokkr­ar hurðir og út í frelsið, að því er fram kem­ur í þýsk­um fjöl­miðlum. Fang­arn­ir voru svo bí­ræfn­ir að stilla sér upp fyr­ir fram­an ör­ygg­is­mynda­vél, sem er fyr­ir fram­an aðal­hliðið, og veifa bless rétt áður en þeir yf­ir­gáfu staðinn í leigu­bíl. 

„En þú óhepp­inn. Við vor­um að flýja úr fang­elsi,“ á Michael Heckhoff, sem flúði með Michalski, að hafa sagt við leigu­bíl­stjór­ann.

Mörg þúsund lög­reglu­menn tóku þátt í leit­inni. Þá var lög­reglu­yf­ir­völd­um í ná­granna­ríkj­un­um einnig gert viðvart.

Al­menn­ing­ur var varaður við Michalski, en hann er sagður vera stór­hættu­leg­ur. Fé­lag­arn­ir stálu bif­reið og rændu nokkra ein­stak­linga á ferð á meðan flótt­an­um stóð. 

Peter Paul Michalski var dæmdur fyrir morð. Hann var vopnaður …
Peter Paul Michalski var dæmd­ur fyr­ir morð. Hann var vopnaður og stór­hættu­leg­ur að sögn lög­reglu. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka