Skrifað undir í Reykjavík?

Er Barack Obama Bandaríkjaforseti á leið til Reykjavíkur?
Er Barack Obama Bandaríkjaforseti á leið til Reykjavíkur? Reuters

Reykja­vík er á meðal þeirra borga sem að koma til greina þegar nýtt sam­komu­lag um fækk­un kjarna­vopna verður und­ir­ritað á næst­unni. Genf og Hels­inki koma einnig til greina en bú­ast má við að Obama Banda­ríkja­for­seti og Med­vedev Rúss­lands­for­seti verði viðstadd­ir und­ir­rit­un­ina, jafn­vel í næstu viku.

Fjallað er um málið á vef New York Times en þar seg­ir að samn­inga­nefnd­ir ríkj­anna vinni að því nótt sem nýt­an dag að ganga frá laus­um end­um á sam­komu­lag­inu.

Und­ir­rit­un­in yrði fram­hald af af­vopn­un­ar­ferli sem að Mik­haíl Gor­bat­sjov og Ronald Reag­an ræddu á fundi sín­um í Höfða í Reykja­vík árið 1986.

Sam­komu­lagið yrði því sögu­legt en blaðið seg­ir að með því myndi kjarna­odd­um fækka niður í tölu sem ekki hafi sést í um hálfa öld.

Fram kem­ur að von­ir standi til að leiðtog­ar ríkj­anna und­ir­riti sam­komu­lagið jafn­vel í næstu viku um það leiti sem að Obama veit­ir friðar­verðlaun­um Nó­bels viðtöku, enda komi tíma­setn­ing­in sér vel nú þegar hann sé ný­bú­inn að fjölga í herliðinu í Af­gan­ist­an.

Þrátt fyr­ir að und­ir­rit­un­in kunni að vera á næsta leiti minn­ir blaðið á að öld­unga­deild Banda­ríkjaþings og rúss­neska þingið þurfi að staðfesta sam­komu­lagið. Það geti tekið mánuði.

Frétt New York Times má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert