Treystir leyniþjónustunni þrátt fyrir mistök

Vel fór á með Barack Obama og Michaelle Salahi sem …
Vel fór á með Barack Obama og Michaelle Salahi sem laumaði sér óboðin í veislu Hvíta hússins. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist treysta bandarísku leyniþjónustunni, sem ber ábyrgð á öryggi forsetans, þrátt fyrir að tvær boðflennur hafi verið á meðal gesta í boði í Hvíta húsinu í síðustu viku.

„Ég hef fulla trú á leyniþjónustunni,“ sagði Obama í viðtali við USA Today, sem er birt á vefsíðu blaðsins.

„Þeir eru framúrskarandi. Þeir hafa verið mér við hlið frá því ég var frambjóðandi. Ég ber 100% traust til þeirra, ekki bara að þeir gæti mín heldur einnig eiginkonu minnar og barnanna minna.“

Obama viðurkenndi hins vegar að öryggiskerfið hafi ekki virkað sem skildi í síðustu viku þegar Hvíta húsið hélt boð til heiðurs Manomhan Singh, forsætisráðherra Indlands. 

Hjónunum Tareg og Michaele Salahi tókst að komast fram hjá öryggisvörðum og smygla sér inn í Hvíta húsið, þar sem þau heilsuðu m.a. Obama og skemmtu sér með öðrum gestum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka