Mótmæltu Berlusconi

Mótmælendur voru með brúðu í mynd Silvios Berlusconi forsætisráðherra. Mótmælagangan …
Mótmælendur voru með brúðu í mynd Silvios Berlusconi forsætisráðherra. Mótmælagangan var farin til að mótmæla forsætisráðherranum. Reuters

Tug­ir þúsunda mót­mæl­enda gengu um miðborg Róm­ar í dag til að mót­mæla Sil­vio Berlusconi for­sæt­is­ráðherra. Boðað var til mót­mæl­anna á net­inu und­ir yf­ir­skrift­inni „Eng­inn Berlusconi dag­ur“. Marg­ir mót­mæl­end­anna klædd­ust fjólu­blá­um flík­um en eng­in stjórn­mála­sam­tök hafa helgað sér þann lit.

Þeir sem stóðu fyr­ir mót­mæl­un­um töldu að 350 þúsund manns hafi stutt þau, aðallega af vinstri væng stjórn­mál­anna. Göngu­menn báru borða með áskor­un­um til Berlusconi um að hætta. Á borðunum var vísað til vand­ræða for­sæt­is­ráðherr­ans og ásak­ana um skattsvik hans og spill­ingu.

Í hópi mót­mæl­enda var Nanni Mor­etti kvik­mynda­leik­stjóri sem for­dæmdi ein­veli Berluscon­is í ít­ölsku sjón­varpi. Einnig voru þar um­hverf­issinn­ar sem mót­mæltu fyr­ir­hugaðri brú yfir Mess­ina sund sem og tals­menn hópa sem berj­ast fyr­ir hags­mun­um inn­flytj­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert