Átök í Aþenu

Átök brutust út á milli mótmælanda og lögreglumanna í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Fólkið hafði safnast saman til að minnast þess að ár er liðið frá því þegar lögreglumaður skaut unglingspilt til bana í borginni. Miklar óeirðir brutust út í kjölfar þess.

Rúmlega 6.000 lögreglumenn voru sendir á vettvang í dag en þeim tókst ekki að koma í veg fyrir að átök brytust út. Um 150 hafa verið handteknir.

Óeirðirnar sem brutust út í fyrra voru þær verstu í áratugi. Þá brutu mótmælendur rúður, kveiktu í ruslatunnum og köstuðu grjóti í lögregluna, sem svaraði með táragasi.

Átökin í dag voru ekki nærri eins alvarleg og fyrir ári.

Nýkjörin ríkisstjórn Grikklands hafði heitið því að efla öryggi í borginni til að koma í veg fyrir að svona átök myndu brjótast aftur út. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert