Gengi Browns dvínar

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Niðurstöður tveggja skoðanakannana sem birtar voru í Bretlandi í dag spá Íhaldsflokknum sigri í þingkosningum á næsta ári. Þetta dregur úr líkum á að stjórn Gordons Brown haldi velli, að því er fréttavefur Reuters greinir frá.

Skoðanakannanir sem gerðar voru í lok nóvember bentu til þess að Verkamannaflokkur Browns væri að draga á forskot Íhaldsflokks Davids Cameron. Þá gáfu niðurstöður til kynna að hvorugur flokkanna fengi hreinan meirihluta.

Nýjustu niðurstöður gefa flokki Camerons töluvert forskot. Yrðu niðurstöður kosninganna samkvæmt þeim myndi Íhaldsflokkurinn komast aftur til valda og vera með 20-50 sæta þingmeirihluta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert