Kveðst bjartsýnn

Ísbrú, eftir norska listamanninn Vebjörn Sand, hefur verið reist við …
Ísbrú, eftir norska listamanninn Vebjörn Sand, hefur verið reist við danska þinghúsið. AP

Framkvæmdastjóri Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kveðst bjartsýnn á að alþjóðlegt samkomulag náist á loftlagsráðstefnu SÞ sem hefst í Kaupmannahöfn á morgun.

Yvo de Boer segir í samtali við breska ríkisútvarpið að allt hafi gengið vel, en fulltrúar 192 landa eru nú staddir í Danmörku.

„Aldrei í 17 ára sögu loftlagsviðræðna hafa jafn mörg ólík lönd heitið aðgerðum. Á nánast hverjum degi tilkynna ríkisstjórnir um aðgerðir. Það eru engin fordæmi fyrir slíku,“ segir de Boer.

„Það koma 100 þjóðarleiðtogar til Kaupmannahafnar. Og, almennt séð, þá koma leiðtogar ríkisstjórna saman til þess að fagna árangri, ekki mistökum.“

Íslendingar munu boða að þeir ætli að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á ráðstefnu aðildarríkja loftssagssáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefst á morgun í Kaupmannahöfn, að því er Ríkisútvarpið greindi frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka