Verja ákvörðun Obama

Bandarískr hermaður í Afganistan. Þeim mun fjölga um 30.000 á …
Bandarískr hermaður í Afganistan. Þeim mun fjölga um 30.000 á næstunni. Reuters

Ráðherrar í Bandaríkjastjórn hafna þeirri gagnrýni sem Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fengið á sig vegna ákvörðunar sinnar um að byrja að draga herlið sitt frá Afganistan árið 2011.

Í síðustu viku tilkynnti Obama að Bandaríkin myndu fjölga í herliði sínu í Afganistan, en í júlí 2011 verði byrjað svo byrjað að kalla herinn heim í áföngum.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að tímasetningin sé ekki endanleg og Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bendir á að þetta sé aðeins byrjun á ákveðnu ferli. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Þá hefur Gates sagt að ekkert sé vitað um hvar Osama Bin Laden sé niðurgrafinn. Það séu mörg ár liðin frá því bandaríska leyniþjónustan var með góðar upplýsingar um það hvar hann sé í felum.

Repúblikanar hafa gagnrýnt tímasetningu Obama. Segja þetta vera geðþóttaákvörðun og mögulega hvetji talibana til dáða.

Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain segir að ákvörðun Obama sendi uppreisnarmönnum röng skilaboð.

Gates segir að hermennirnir muni verða fluttir heim í áföngum. Bandaríkin muni hins vegar halda eftir eftirlitssveitum, sé það nauðsynlegt.

Hann segir að Obama hafi m.a. verið að gera stjórnvöldum í Afganistan grein fyrir því að þau verði að leggja meira á sig til að styrkja herinn í landinu. Hann bætir því svo við að í júlí 2011 muni yfirmenn hersins vita hvort hernaðaráætlunin sé að ganga upp eður ei.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert