Sprengjuárás á barnaskóla

mbl.is/Kristinn

Að minnsta kosti átta biðu bana, þeirra á meðal sex börn, þegar öflug sprengja sprakk í barnaskóla í Bagdad í morgun. Yfir 30 særðust, flestir þeirra börn.
Sprengjan sprakk við aðalinngang skólans og í sprengingunni myndaðist gígur sem er um fjórir metrar að þvermáli. Þrjú nálæg hús stórskemmdust í sprengingunni.

Skólinn er í hverfi sjíta í Bagdad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert