Minnst 110 leiðtogar ætla á loftslagsráðstefnuna

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í …
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í morgun Reuters

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í morgun að minnst 110 þjóðarleiðtogar hygðust taka þátt í síðustu dögum ráðstefnunnar í næstu viku. Hann lýsti ráðstefnunni sem „tækifæri sem heimsbyggðin  hefur ekki efni á að láta sér úr greipum ganga“ til að afstýra loftslagsbreytingum sem gætu haft mjög alvarlegar afleiðingar.

Á meðal þeirra sem ætla að mæta á ráðstefnuna eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, og leiðtogar aðildarlanda Evrópusambandsins, þeirra á meðal Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Connie Hedegaard, sem stjórnar ráðstefnunni, sagði að alls hefðu 194 ríki undirritað rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert