Fá bætur vegna þorskastríðs

Peter Mandelson, viðskiptaráðherra Bretlands
Peter Mandelson, viðskiptaráðherra Bretlands Reuters

Bresk stjórnvöld eru byrjuð að greiða fyrrverandi togarasjómönnum, sem tóku þátt í þorskastríðinu á áttunda áratug aldarinnar sem leið, bætur vegna tekjutaps sem þeir urðu fyrir.

Peter Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands, afhenti fyrstu bæturnar í Hull nýlega þegar hann hitti fyrrverandi togarasjómenn frá Hull, Grimsby, Aberdeen og Fleetwood. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, fá um það bil þúsund fyrrverandi sjómenn, sem misstu tekjur, bætur að andvirði 5-10 milljóna punda, 1.000-2.000 milljóna króna.

Mandelson sagði að bæturnar væru miklu sanngjarnari en þær bætur sem bresk stjórnvöld höfðu áður greitt togarasjómönnunum.

Alls hafa um 2.500 manns sótt um nýju bæturnar og umsóknirnar verða afgreiddar á næstu vikum, að sögn blaðsins Grimsby Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert