Fjórir Evrópubúar í haldi al-Qaeda

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda segjast hafa rænt fjórum Evrópubúum í Afríku. Frakkanum Pierre Camatte var rænt þann 25. nóvember í Malí og þremur Spánverjum var rænt 29. nóvember í Máritaníu. Er þetta í fyrsta skipti sem samtökin staðfesta að þau hafi rænt fjórmenningunum.

Þetta kemur fram í myndbandi sem var sýnt á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni. Kemur fram að síðar verði haft samband við frönsk og spænsk stjórnvöld og kröfur mannræningjanna kynntar.

Camatte var rænt á hóteli í bænum Menake að næturlagi. Hann er mjög oft í landinu þar sem hann er með starfsemi þar. Spánverjarnir þrír eru allir sjálfboðaliðar hjá spænsku hjálparsamtökunum Barcelona Accio Solidaria. Um er að ræða tvo karlmenn og eina konu en þau voru að dreifa hjálpargögnum í Afríku er þeim var rænt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert