„Loftlagsbreytingar af mannavöldum“

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að örar loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum. Ban segir að þrátt fyrir að hann sé ekki vísindamaður, þá byggi hann ákvarðanir sínar á niðurstöðum vísindamanna.

„Ekkert hefur litið dagsins ljós, hvað varðar stolna tölvupósta, sem varpar skugga á þá grundvallar skilaboð vísindamanna um loftslagsbreytingar, og skilaboðin eru skýr. Þau eru að loftslagsbreytingar gerast mun hraðar heldur en við gerðum okkur grein fyrir og við sem mannverur erum helsta orsökin.“

Ban bætti við að tölvupóstarnir, sem var lekið frá breskum háskóla í fjölmiðla, hafi ekki grafið undan skoðunum SÞ að hitastig á jörðinni sé að breytast hratt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert