Ný aðferð við aftökur í Bandaríkjunum

Kenneth Biros.
Kenneth Biros. AP

Yf­ir­völd í Ohio í Banda­ríkj­un­um hafa tekið fanga af lífi með einni ban­vænni sprautu í stað þess að nota þrjár, sem eru með mis­mun­andi blöndu. Ríkið er það fyrsta í Banda­ríkj­un­um sem beit­ir þess­ari aðferð.

Kenn­eth Biros, sem var 51 árs, var tek­inn af lífi þegar Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna varð ekki við loka­áfrýj­un hans. Hann hafði verið sak­felld­ur fyr­ir morð á 22 ára gam­alli konu árið 1991.

Nýja aðferðin var kynnt til sög­unn­ar vegna þess að menn ótt­ast að fang­ar geti fundið fyr­ir gríðarleg­um sárs­auka ef fyrsta spraut­an af þrem­ur virk­ar ekki sem skyldi.

Gagn­rýnd­ur segja hins­veg­ar að verið sé að gera til­raun­ir á mönn­um. Þessu vísa yf­ir­völd á bug.

Biros var úr­sk­urðaður lát­inn um 10 mín­út­um eft­ir að hann var sprautaður. Skv. fyrri aðferðum lét­ust fang­arn­ir að meðaltali um sjö mín­út­um eft­ir að hafa fengið spraut­urn­ar þrjár.

Ferlið tók hins veg­ar um 43 mín­út­ur í heild­ina. Það tók um hálf­tíma fyr­ir þá sem fram­kvæmdu af­tök­una að finna nægi­lega góða æð til að sprauta lyf­inu í.

Nýja aðferðin var kynnt til sög­unn­ar eft­ir að yf­ir­völd­um mistókst að taka fanga af lífi í Ohio í sept­em­ber sl. Þá tók það um tvær klukku­stund­ir að finna góða æð til að sprauta lyfja­blönd­unni í.

Í fram­hald­inu var öll­um af­tök­um frestað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert