Vindorkubúum fjölgar of hratt

00:00
00:00

Vindorku­bú­um hef­ur víða fjölgað svo hratt í Kína að farið er að bera á of­fram­boði. Fram kem­ur í kín­verska dag­blaðinu China Daily að stefnt sé að því að árið 2020 komi 15% af fru­morku­fram­boðinu úr end­ur­nýj­an­leg­um orku­upp­sprett­um og komi þar með í stað 600 millj­ón tonna af kol­um það árið.

Vindorku­fram­leiðsla hef­ur stór­auk­ist í Kína á þess­um ára­tug og farið úr 350 meg­awött­um árið 2000 í 12 gíg­awött í ár. En seinni tal­an jafn­gild­ir 17,4 Kára­hnjúka­virkj­un­um.

Kín­versk stjórn­völd hafa sett sér það mark­mið að draga úr orku­notk­un á hverja ein­ingu verðmæta­sköp­un­ar í hag­kerf­inu um 45% fyr­ir árið 2020 miðað við árið 2005 og þar með stór­auka ork­u­nýtni í land­inu.

Skammt er síðan Kína fór fram úr Banda­ríkj­un­um sem mesta los­un­ar­ríki á gróður­húsaloft­teg­und­um í ver­öld­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka