Drög Dana gagnrýnd harkalega

Stórt hnattlíkan á torgi í miðborg Kaupmannahafnar.
Stórt hnattlíkan á torgi í miðborg Kaupmannahafnar. Reuters

Samn­inga­menn þró­un­ar­landa hafa gagn­rýnt harka­lega drög Dana að sam­komu­lagi um aðgerðir til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Kaup­manna­höfn.

Drög­un­um var lekið í fjöl­miðla og viðbrögðin við þeim end­ur­spegla djúp­stæðan ágrein­ing milli auðugra iðnríkja og þró­un­ar­landa. Svo­nefnd­ur G77-hóp­ur þró­un­ar­landa for­dæmdi drög Dana sem voru sakaðir um að draga taum iðnveld­anna í veiga­mestu deilu­mál­un­um.

Súd­anski sendi­maður­inn Lum­umba Stan­islas Dia Pin, sem fer fyr­ir G77-hópn­um, sagði að drög­in hefðu stefnt lofts­lags­ráðstefn­unni í hættu og aukið lík­urn­ar á því að hún færi út um þúfur.

Þró­un­ar­lönd­in vilja ekki skuld­binda sig til að tak­marka los­un gróður­húsaloft­teg­unda nema iðnrík­in dragi úr los­un­inni um að minnsta kosti 40% fyr­ir árið 2020 miðað við árið 1990.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert