Tekur tíma að ná árangri

Hershöfðinginn David Petraeus.
Hershöfðinginn David Petraeus. Reuters

Bandaríski hershöfðinginn David Petraeus telur líklegt að það muni taka lengri tíma fyrir hersveitir bandamanna að ná árangri í Afganistan heldur en það tók í Írak, eftir að búið verði að fjölga hermönnum í landinu.

Petraeus bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í dag. Hann segir að, eins og í Írak, þá muni staðan í Afganistan versna áður en hún muni batna.

Hershöfðinginn lét ummælin falla um viku eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að 30.000 manna liðsauki verði sendur til Afganistans. Petraeus segist styðja ákvörðun forsetans.

Hann hafði yfirumsjón með því þegar bandarískum hermönnum var fjölgað í Írak árið 2007. Hann segir að þrátt fyrir að staðan í Afganistan sé bæði öðruvísi og erfiðari en Írak, þá sé staðan ekki vonlausari.

Petraeus segir að árangur geti náðst í Afganistan. Hann tekur hins vegar fram að það muni verða erfitt. „Það mun taka lengri tíma að ná árangri heldur en sá árangur sem náðist í Írak.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert