Obama: Friður mikilvægari en verðlaun

Obama svaraði spurningum blaðamanna á sameiginlegum blaðamannafundi með Jens Stoltenberg.
Obama svaraði spurningum blaðamanna á sameiginlegum blaðamannafundi með Jens Stoltenberg. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í dag að margir aðrir ættu frekar skilið að hljóta friðarverðlaun Nóbels heldur en hann sjálfur. Hann hét því hins vegar að nýta þessa viðurkenningu til að stuðla að bættu öryggi í heiminum.

Obama, sem hefur verið forseti í 11 mánuði, var auðmjúkur áður en hann veitti verðlaununum móttöku í Ósló í dag. Obama verður því þar með komin í hóp einstaklinga á borð við Nelson Mandela, Móðir Teresu og Martin Luther King.

„Ég efast ekki um það að aðrir eigi verðlaunin meira skilið,“ sagði Obama, en ákvörðun Nóbelsnefndarinnar hefur verið harðlega gagnrýnd. Obama segist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin sé umdeild, því á sama tíma hafi hann kynnt nýja hernaðaráætlun varðandi stríðið í Afganistan.

Obama hefur fengið mikla viðhafnarmóttökur í Noregi. Þá er öryggisviðbúnaður í Ósló gríðarlegur, en um 2.500 norskir lögreglumenn gæta öryggi forsetans.

Á blaðamannafundi með Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í morgun var Obama spurður hvort hann ætti ekki verðlaunin skilið. Hann sagðist ætla að nýta verðlaunin til að styrkja utanríkisstefnu Bandaríkjanna og vinna að varanlegum heimsfriði.

„Markmiðið er ekki að vinna vinsældakosningu eða hljóta verðlaun, jafnvel svo virt verðlaun sem friðarverðlaun Nóbels eru. Markmiðið verður að vera að stuðla að bættum hag Bandaríkjanna,“ sagði hann.

„Ef mér gengur vel með þessi verkefni, þá mun vonandi draga úr gagnrýninni, en það er hins vegar ekki það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Obama.

„Gangi mér illa, þá munu öll lofsyrði og verðlaun í heiminum ekki geta falið þá staðreynd.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert