Obama tekur við friðarverðlaunum Nóbels

00:00
00:00

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur tekið við friðar­verðlaun­um Nó­bels í ráðhús­inu í Ósló. Obama flutti ræðu við at­höfn­ina og út­skýrði þar meðal ann­ars þá ákvörðun sína að senda 30.000 her­menn til Af­gan­ist­ans og hvaða þýðingu hún hefði fyr­ir friðarum­leit­an­ir í heim­in­um.

Í ræðunni fjallaði Obama meðal ann­ars um hætt­una sem heim­in­um stafaði af út­breiðslu kjarna­vopna og fleiri vanda­mál­um og lagði áherslu á að stund­um þyrfti að beita hervaldi til að stuðla að friði og ör­yggi í heim­in­um. Hann sagði meðal ann­ars að sag­an sýndi að Banda­rík­in þyrftu að vinna með öðrum lönd­um í ör­ygg­is­mál­um í stað þess að grípa til ein­hliða aðgerða og Atlants­hafs­banda­lagið væri enn „ómiss­andi“. Mark­miðið væri ekki aðeins að berj­ast fyr­ir friði, held­ur einnig rétt­læti, því að aðeins „rétt­lát­ur friður“ gæti verið var­an­leg­ur.

Í ræðunni sagði for­set­inn einnig að Banda­ríkja­menn myndu alltaf styðja þá sem berðust fyr­ir frelsi í lönd­um á borð við Íran, Búrma og Simba­bve.

Fyrr í dag átti Obama stutt­an fund með Har­aldi Nor­egs­kon­ungi eft­ir að hafa rætt við Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs. Obama viður­kenndi á blaðamanna­fundi með Stolten­berg að hann hefði orðið hissa þegar til­kynnt var að hann fengi friðar­verðlaun Nó­bels í ár og sagði að ef til vill verðskulduðu aðrir verðlaun­in meira en hann. „Mark­miðið er ekki að vinna vin­sælda­keppni eða fá verðlaun, jafn­vel þótt þau séu jafn mik­ils met­in og friðar­verðlaun Nó­bels. Mark­miðið er að vinna að hags­mun­um Banda­ríkj­anna,“ sagði Obama á blaðamanna­fund­in­um.

Nokkr­ar hreyf­ing­ar hafa skipu­lagt mót­mæli í Ósló í tengsl­um við verðlauna­at­höfn­ina. Lög­regl­an er með gíf­ur­leg­an ör­yggis­viðbúnað í borg­inni vegna heim­sókn­ar for­set­ans.

Barack Obama og eiginkona hans, Michelle, í ráðhúsinu í Ósló.
Barack Obama og eig­in­kona hans, Michelle, í ráðhús­inu í Ósló. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert