700 aðgerðasinnar á leið til Kaupmannahafnar

Aðgerðasinnar hafa verið áberandi í Kaupmannahöfn.
Aðgerðasinnar hafa verið áberandi í Kaupmannahöfn. Reuters

Um 700 aðgerðarsinnar frá Bretlandi, Frakklandi og Belgíu eru á leiðinni til Kaupmannahafnar og ætla að taka þátt í miklum mótmælum sem ráðgerð eru í borginni á morgun.

Gert er ráð fyrir því að aðgerðasinnarnir komi til Kaupmannahafnar skömmu eftir miðnætti, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Um 250 eru í lest á leiðinni frá London til Brussel og gert er ráð fyrir því að fleiri aðgerðasinnar safnist saman í Brussel, einkum frá Frakklandi og Belgíu. Frá Brussel ætla aðgerðasinnarnir að ferðast saman í einni lest sem tekur 700 farþega. Umhverfisverndarhreyfingin „Vinir jarðar“ skipulögðu ferðina og undirbúningurinn stóð í marga mánuði, að sögn danska ríkisútvarpsins.

Alls hafa 35 aðgerðasinnar verið handteknir vegna mótmæla í Kaupmannahöfn. Aðgerðasinnar hafa dreift lista yfir fimmtán fyrirtæki sem þeir vilja að mótmæli beinist að. Á meðal þeirra eru McDonalds, Dan forestry, Dansk Byggeri, Deloitte og Maersk, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert