Hlýnunin verði ekki meiri en 1,5-2 gráður

Stórt hnattlíkan á torgi í miðborg Kaupmannahafnar.
Stórt hnattlíkan á torgi í miðborg Kaupmannahafnar. Reuters

Í fyrstu drögum að nýjum loftslagssáttmála er gengið út frá því markmiði að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5 til 2 gráður á Celsíus, samkvæmt skjali sem fréttastofan AFP hefur undir höndum.

Lítil eyríki og mörg Afríkuríki hafa beitt sér fyrir því á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn að stefnt verði að því að hlýnunin verði ekki meiri en 1,5 gráður á Celsíus. Talið er að þessum löndum stafi mest hætta af loftslagsbreytingum.

Auðug iðnríki og stór þróunarlönd á borð við Kína, Indland og Brasilíu eru hins vegar hlynnt því að stefnt verði að því að hlýnunin verði undir tveimur gráðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka