Lögreglan í Ástralíu ætlar um helgina að taka höndum saman í baráttunni við ofbeldi sem framið er í tengslum við áfengisneyslu. Er þetta stærsta sameiginlega verkefnið sem lögreglan í Ástralíu hefur tekið að sér á þessu sviði. Verður aukalögreglulið á vakt um helgina í flestum borgum landsins.
Mikil aukning hefur orðið á ofbeldi sem framið er undir áhrifum áfengis. Má þar nefna kynferðisglæpi og líkamsárásir. Ætlunin er að senda þau skilaboð til íbúa landsins að slík hefðum sé ekki liðin.
Áfengisneysla ungmenna hefur aukist mikið í Ástralíu í kjölfar þess að slakað hefur verið á reglum sem tengjast aðgengi að áfengi.
Í hverri viku látast yfir sextíu Ástralar í hverri viku í tengslum við áfengisneyslu og um 1.500 enda á sjúkrahúsi. Á vef BBC er tekið fram að áfengisneysla Breta sé þó mun meiri heldur en Ástrala.