Stjórnmálaflokkur Kúrda bannaður í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Reuters

Tyrk­nesk­ur stjórn­laga­dóm­stóll hef­ur bannað stærsta kúr­díska stjórn­mála­flokk lands­ins. Þetta staðfest­ir Hasim Kilic, formaður dóm­stóls­ins. Frá þessu er greint á vef danska dag­blaðsins Politiken.

Ástæða banns­ins er sögð tengsl Demó­kra­tíska sam­fé­lags­flokks­ins (DTP) við kúr­díska upp­reisn­ar­menn og að þau tengsl ógni ein­ingu lands­ins.

Sam­kvæmt ákvörðun stjórn­laga­dóm­stóls­ins verða Ah­met Türk, formaður DTP, og Aysel Tüglük, formaður þing­flokks­ins, svipt­ir friðhelgi því sem þing­menn tyrk­neska þings­ins njóta. Þeim verður, ásamt 35 öðrum meðlim­um stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar, meinað að taka þátt í stjórn­mál­um lands­ins næstu fimm árin.

Niðurstaða stjórn­laga­dóm­stóls­ins var ein­róma, en alls ell­efu dóm­ar­ar dæmdu í mál­inu.

Tayyip Er­dog­an, for­sæt­is­ráðherra Tyrk­lands, hafði áður varað við því að kúr­díski stjórn­mála­flokk­ur­inn verði bannaður þar sem hann ótt­ast að það myndi leiða til meira öfga­hyggju í röðum Kúrda.

Niðurstaða stór­n­laga­dóm­stóls­ins kem­ur á sama tíma og rík­is­stjórn­in vinn­ur að því að veita Kúr­d­um auk­in rétt­indi í von um að með því sé hægt að stilla til friðar, en Kúr­d­ar hafa bar­ist fyr­ir rétt­ind­um sín­um í suðaust­ur­hluta Tyrk­lands sl. ald­ar­fjórðung.
 
Sak­sókn­ari Tyrk­lands ásakaði meðlimi DTP árið 2007 um að hafa sterk tengsl við Kúr­díska verka­manna­flokk­inn (PKK) sem er bannaður í land­inu. Sá flokk­ur er tal­inn standa að baki upp­reis Kúrda í Tyrklandi og er á skrá Evr­ópu­sam­bands­ins yfir hryðju­verka­sam­tök. For­svars­menn DTP neita að lýsa PKK sem hryðju­verka­sam­tök­um og hafa ít­rekað varið aðgerðir flokks­ins og leiðtoga hans, Abdullah Öcal­an, sem nú sit­ur í fang­elsi,

Leiðtog­ar DTP hafa varað við því að verði hreyf­ing­in bönnuð muni það leiða til auk­inna átaka í suðaust­ur­hluta lands­ins og hafa einnig hótað því að all­ir meðlim­ir flokks­ins á þingi, alls 21 þingmaður, muni gefa eft­ir sæti sín í tyrk­neska þing­inu.

DTP sem stofnuð sem stjórn­mála­hreyf­ing árið 2005 i fram­haldi af því að kúr­dísk­um stjórn­mála­flokk­um sem þóttu hafa tengsl við PKK var bannað að starfa í land­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert