Áfram mótmælt í Kaupmannahöfn

Suður-afríski biskupinn Desmond Tutu er í Kaupmannahöfn og hann flutti …
Suður-afríski biskupinn Desmond Tutu er í Kaupmannahöfn og hann flutti ávarp á Ráðhústorginu í dag. Reuters

Lögreglan í Kaupmannahöfn stöðvaði nú eftir hádegi mótmælagöngu, sem 3-400 manns tóku þátt í á Austurbrú. Hafa nokkrir mótmælendur verið handteknir. Fyrirhugaðar eru fleiri mótmælagöngur í borginni í dag en í gær tóku um 100 þúsund manns þátt í göngu, sem farin var frá miðborginni að Bella Center þar sem umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin.

Tæplega þúsund manns voru handtekin í gær, að sögn lögreglu aðallega til að koma í veg fyrir óeirðir. Í morgun hafði öllum verið sleppt aftur nema fjórum, tveimur Dönum, Frakka og Þjóðverja, sem hafa verið ákærðir fyrir árás á lögregluþjóna.  

Fyrirhugaðar eru að minnsta kosti tvær mótmælagöngur í dag. Önnur leggur af stað frá neðanjarðarlestarstöð á Friðriksbergi og hin verður farin að Polititorvet til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert