Ban Ki-moon hæfilega bjartsýnn

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana og Ban Ki-moon, aðalritari SÞ.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana og Ban Ki-moon, aðalritari SÞ. JORGE SILVA

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom til Kaupmannahafnar í morgun. Við það tækifæri sagðist hann vera hæfilega bjartsýnn á útkomu viðræðna þjóðarleiðtoga á loftlagsráðstefnu SÞ þar í landi.

„Ég er enn bjartsýnn, en hef varann á. Ég er þannig hæfilega bjartsýnn," sagði Ban Ki-moon og bætti við: „Við verðum að bíða til loka ráðstefnunnar og sjá hverju hversu alvarleg skilaboð COP15 kemur til með að senda.“

Að sögn Ban Ki-moon hefur ráðstefnan í Kaupmannahöfn farið vel af stað. Alls taka um 120 þjóðarleiðtogar þátt í ráðstefnunni sem lýkur 19. desember nk. „Sú staðreynd að ráðherrar og þjóðarleiðtogar hafi safnast saman í Kaupmannahöfn sendur skýr skilaboð um,“ segir Ban Ki-moon.

Á sama tíma og aðalritarinn kom til Danmerkur áttu 48 ráðherrar með sér óformlegan fund þar sem þjarkað var um drög að samningi um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem gæti tekið gildi 2013.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert