Sló Berlusconi

Berlusconi blóðugur í framan eftir árásina.
Berlusconi blóðugur í framan eftir árásina. Reuters

Ung­ur karl­maður var hand­tek­inn á Ítal­íu í dag eft­ir að hann sló til Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, á fundi í Mílanó. Ítalska frétta­stof­an ANSA hafði eft­ir sjón­ar­vott­um, að for­sæt­is­ráðherr­ann hefði hnigið niður eft­ir árás­ina en aðstoðar­menn hans fylgdu hon­um inn í bíl og óku á brott.

Berlusconi var blóðugur í fram­an og var hon­um ekið á slysa­deild þar sem gert var að sár­um hans.

Í upp­hafi fund­ar­ins voru hróp gerð að Berlusconi en um 10 mann hóp­ur hrópaði og flautaði þegar hann hóf mál sitt. Þá var hækkað í hátal­ara­kerf­inu þannig að Berlusconi yf­ir­gnæfði mót­mæl­end­urna en skömmu síðar brut­ust út átök milli ör­ygg­is­varða og mót­mæl­enda.

Berlusconi hef­ur sætt vax­andi gagn­rýni á Ítal­íu af ýms­um ástæðum, m.a. vegna upp­ljóstr­ana um skraut­legt einka­líf hans. Þá komu ný­lega fram ásak­an­ir um að hann tengd­ist ít­ölsku mafíunni en hann vísaði því á bug á föstu­dag og sagði að full­yrðing­ar upp­ljóstr­ara úr röðum mafíunn­ar um þetta væri far­sa­kennd­ar.

Þá sagðist Berlusconi ekki ætla að boða til kosn­inga á næst­unni. Hann tók við embætti for­sæt­is­ráðherra í þriðja skipti í maí á síðasta ári. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka