Gagnrýna danska formanninn

00:00
00:00

Fresta þurfti samn­ingaviðræðum á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Kaup­manna­höfn í dag þegar full­trú­ar Afr­íku­ríkj­anna gengu út af fund­um og sökuðu vest­ur­veld­in um að beita brögðum.

Þró­un­ar­rík­in segja, að þróuðu rík­in verði að standa við þær skuld­bind­ing­ar, sem þau und­ir­geng­ist í Kyoto-sátt­mál­an­um um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2012. Þau gagn­rýna vest­ur­lönd fyr­ir að vilja ekki und­ir­gang­ast laga­lega bind­andi samn­ing um sam­drátt í los­un.

Á vef danskra dag­blaðsins Berl­ingske Tidende er frá því greint að for­svars­menn Afr­íku­ríkj­anna séu sér­stak­lega ósátt við fram­lag Connie Hedega­ard, for­manns COP15 ráðstefn­unn­ar og verðandi um­hverf­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins. Þeir saka hana um að sýna ólýðræðis­leg vinnu­brögð og hafa aðeins hag þróaðra ríkja að leiðarljósi. 

„Það er aug­ljóst að danski formaður ráðstefn­unn­ar hef­ur, á mjög svo ólýðræðis­leg­an hátt, varið hags­muni þróuðu ríkj­anna í stað þess að skapa sátt og jafn­vægi milli þró­un­ar­ríkja og þróaðra ríkja,“ seg­ir Lum­umba Stan­is­laus Di-Ap­ing, aðal­samn­ingamaður Súd­ans.

„"Þau mis­tök sem gerð hafa verið eru svo um­fangs­mik­il að það er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að formaður ráðstefn­unn­ar skuli leyf­ast að gæta ekki hags­muna allra samn­ingsland­anna,“ bæt­ir hann við.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka